Bókmenntir 19. aldarinnar einkenndust af rómantísku stefnunni, sem barst til landsins frá Danmörku, og sterkri þjóðernisstefnu sem mótaðist mjög af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Skáld þess tíma unnu hart að því að móta og efla þjóðernisvitund Íslendinga og var það Jónas Hallgrímsson sem er mest þekktastur af öllum skáldum þessara stefnu. Þjóðernisvitund er í raun samsett orð, vitund er viska, meðvitund og þekking og má því skilgreina þjóðernisvitund að vera meðvitaður um þjóðerni sitt, Jónas Hallgrímsson og mörg íslensk skáld á tíma rómantíkunnar voru með það stóra markmið að efla þjóðernisvitund landbúa með að yrkja ljóð sín um landslag Íslands og gefa Íslendingum meiri sýn á fegurðina sem landið býður uppá til þess að það þyki meira vænt um land sitt.
Jónas orti undir miklum áhrifum rómantísku stefnunnar. Þar hafði hann mikil áhrif á þjóðernisvitund íslensku þjóðarinnar og er hann stór þáttur í breyttum viðhorfum Íslendinga á íslenska náttúru, hvernig fólkið lýtur til landsins, hvað því finnst um fegurð náttúrunnar o.s.fr. ljóð hans lýsir stolti og hugljómun íslensku náttúrunnar. Áhrif hans út frá ljóðum sínum hefur mótað viðhorf margar kynslóða til íslensku náttúrunnar út frá því sem hann gefur frá sér í ljóðum sínum.
Í ljóði hans ,,Kveðja” er hann að fjalla um íslenska náttúru og hugljómar náttúruna, hann lýsir henni með stolti og segir í kveðju: “Tign býr á tindum, en traust í björgum, fegurð í fjalldölum, en í fossum afl”. Viðhorf margra íslendinga hafa verið mótuð af ljóðum Jónasar og segja má að hann hafi sett viðhorf hennar sem eins konar fjarsjóð sem hann lýsir hafi bæði verið mótandi afl í þjóðarvitundinni og stór þáttur úr í sjálfsmynd Íslendinga.